ukiyoyoga

HUGARRÓ & DJÚPSLÖKUN

30.000 kr. m. vsk
Laugardagur 26.apríl 2025 – kl 10.00 – 14.00

HUGARRÓ & DJÚPSLÖKUN Endurnærandi stund í töfrandi umhverfi við hafið á Eyrarbakka þar sem náttúran, öndunaræfingar og mjúkt jógaflæði mun leiða þig inn í dýpri kyrrð

Sold out

Category:

Description

HUGARRÓ & DJÚPSLÖKUN

Endurnærandi stund í töfrandi umhverfi við hafið á Eyrarbakka þar sem náttúran, öndunaræfingar og mjúkt jógaflæði mun leiða þig inn í dýpri kyrrð

Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á :

✨ Meðvitaða öndun – róum hugann og dýpkum tengslin við okkur sjálf

✨ Mjúkt jógaflæði – losum um spennu og streitu í líkamanum

✨ Yin Yoga & Nidra – Teygjur og djúpslökun fyrir huga, líkama & sál 

✨ Fræðslu – Hvernig róum við taugakerfið og aukum jafnvægi í daglegu lífi 

Hentar öllum, jafnt byrjendum sem og lengra komnum

Dýnur & teppi verða á staðnum

Einstakt tækifæri til að skapa rými fyrir innri ró og styrkja líkamlega & andlega vellíðan

Staðsetning : Gamla kartöflugeymslan á Eyrarbakka

Dagsetning & tími : Laugardagur 26. apríl frá kl 10.00 – 14.00

Verð : 30.000 kr

Takmarkað pláss í boði

Innifalið er létt snarl,  te & kaffi

 

Leiðbeinendur :

Eva Katrín Sigurðardóttir – eva@evasbreath.is

Silja Hrund Einarsdóttir – siljahrund@gmail.com

 

Um Evu : 

Eva er almennur læknir, viðurkenndur Thermalist instructor frá Soeberg Institute, viðurkenndur Wim Hof Method leiðbeinandi og viðurkenndur HRV breathwork leiðbeinandi frá Aria Breath. Eva brennur fyrir auknum forvörnum og bættri lýðheilsu almennt en hefur upp á síðkastið lagt sérstaka áherslu á almenna kvenheilsu.

 

Um Silju : 

Silja er með B.Sc. í umhverfis & byggingarverkfræði, viðurkenndur jógakennari (200klst jógakennaranám), Yin jógakennari, Bandvefslosun/Body Reroll leiðbeinandi og Yoga Nidra kennari. Silja hefur undanfarin 5 ár kennt jóga bæði hérlendis og erlendis. Hún er í eigin rekstri, rekur kaffihús í hjarta Selfoss og stundar útiveru og jóga til að minnka streitu og auka jafnvægi í daglegu lífi.